spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Magga Ósk hetja Fjölnis í Smáranum - Haukar lögðu Snæfell

Úrslit kvöldsins: Magga Ósk hetja Fjölnis í Smáranum – Haukar lögðu Snæfell

Tveir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld.

Nýliðar Fjölnis lögðu Breiðablik í miklum spennuleik. Réðust úrslit ekki fyrr en á lokamínútunni, en þá setti leikmaður Fjölnis Margrét Ósk niður þriggja stiga körfu og svo víti til þess að koma Fjölni í forystu sem þær héldu út leikinn. Fjölnir því búnar að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins á meðan að Breiðablik er samkvæmt töflu búnar að tapa fyrstu tveimur sínum.

Þá lögðu Haukar heimakonur í Snæfell. Eftir leikinn eru Haukar því með einn sigur og eitt tap á meðan að Snæfell hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins


Dominos deild kvenna:


Breiðablik 71 – 74 Fjölnir


Snæfell 59 – 67 Haukar

Fréttir
- Auglýsing -