Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Stjarnan vann Tindastól, Grindavík vann KFí og Keflavík vann Hamar. Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna þar sem KR vann Snæfell í vesturbænum.
Stjarnan vann 18 stiga sigur á TIndastól á Sauðakróki, 69-87. Stigahæsti maður Stjörnunnar var Jovan Zdravevski með 25 stig en næstir voru Keith Cothran með 19 stig/8fráköst og Justin Shouse með 15 stig. Hjá Tindastól var Helgi Freyr Margeirsson stigahæstur með 17 stig en næstir voru Maurice Miller með 15 stig og Þröstur Leó Jóhannsson með 13 stig.
Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á KFÍ á Ísafirði, 75-100. Grindvíkingar náðu mest 34 stiga forskoti í leiknum á meðan KFÍ leiddi aldrei í leiknum. Stigahæstur í liði Grindvíkinga í kvöld var Giordan Watson með 18 stig og 6 stoðsendingar. Næstir á blað voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig hvor. Í liði KFÍ var Ari Gylfason lang stigahæstur með 29 stig en næstir á eftir honum komu Christopher Miller-Williams með 12 stig og Kristján Andrésson með 11 stig.
Keflavík vann góðan sigur á 1. deildarliði Hamars í Hveragerði, 83-98. Stigahæstur í liði Keflavíkur var Charles Michael Parker með 27 stig en næstir voru Steven Gerard D’augustino með 25 stig og Jarryd Cole með 20 stig. Hjá Hamar var Brandon Cotton með 35 stig en næstir voru Terrence Worthy með 15 stig og Bjartmar Halldórsson með 7 stig.
KR vann Snæfell í DHL-höllinni í Iceland Express deild kvenna með 7 stiga mun, 79-72. Stigahæst í liði KR var Reyana Colson með 29 stig en næstar voru Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 20 stig og Margrét Kara Sturludóttir með 16 stig. Í liði Snæfells var Keiraah Marlow stigahæst með 23 stig en næstar voru Alda Leif Jónsdóttir með 16 stig og Hildur Sigurðardóttir með 11 stig.