spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: KR vann í Njarðvík

Úrslit kvöldsins: KR vann í Njarðvík

20:55

{mosimage}

Nú er leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla lokið og unnust þeir allir á útivelli. Í sjónvarpsleiknum á Sýn vann KR góðan útisigur í Njarðvík, 97-106. Njarðvíkingar spiluðu við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik, leiddu með 16 stigum og virtust bara sáttir við það, því í seinni hálfleik buðu þeir KR-ingum í vöfflur og með því og gestirnir þáðu þetta boð heimamanna pent.

Skallagrímur vann Fjölni í Grafarvoginum 79-66 og hefndi þar með fyrir tapið í Lýsingarbikarnum á sunnudag.

Í Seljaskóla sigraði topplið Keflavíkur heimamenn í ÍR 88-77.

Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs, það var leikjum Snæfells og Hamars annars vegar og Grindavíkur og Tindastóls hins vegar.

Nánar síðar.

Fréttir
- Auglýsing -