Tveir leikir voru háðir í Dominosdeildinni í kvöld. Annars vegar mættu Skallagrímsmenn með ansi laskað lið til Njarðvíkur og áttu þar aldrei séns. 104:63 urðu lokatölur kvöldsins og eins og sést nokkuð léttur sigur heimamanna í Ljónagryfjunni. KR fóru svo til Ísafjarðar og öttu þar kappi við KFÍ og tóku þeir röndóttu sigur þar 77:91.
Í fyrstu deildinni voru svo fjórir leikir sem fóru þannig
Höttur 97:81 Hamar
Breiðablik 75:83 FSu
Tindastóll 109:75 Fjölnir
Leikur Þórs og ÍA virðist ennþá vera í gangi samkvæmt Live stat en þar um að ræða jafnan leik ef miða má við kerfið.



