spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaÚrslit kvöldsins: KR með sigur á toppliðinu

Úrslit kvöldsins: KR með sigur á toppliðinu

Fjórða umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum. Nokkuð var um óvænt úrslit og ljóst er að deildin verður æsispennandi í vetur.

Nýliðar KR unnu frækinn sigur á toppliði Snæfells í DHL-höllinni þar sem KR leiddi nánast allan leikinn. Skallagrímur vann nokkuð óvæntan heimasigur á Stjörnunni sem hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.

Þá unnu Bikarmeistarar Keflavíkur sigur á Íslandsmeisturum Hauka og í Origo Höllinni unnu heimakonur nauman sigur á Breiðablik.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna:

KR 72-69 Snæfell

Skallagrímur 79-71 Stjarnan

Valur 71-67 Breiðablik

Haukar 69-86 Keflavík

Fréttir
- Auglýsing -