20:47
{mosimage}
Áhangendur Þórs höfðu ástæðu til að fagna í kvöld
Leikjum kvöldsins er nú að ljúka. Grindavík vann sigur í Grafarvoginum 90-84. Níels Dungal og Karlton Mims með 21 stig hvor, Páll Axel Vilbergsson með 20.
Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í Iceland Express deild karla.
Aðrir leikir eru
Tindastóll – Þór Ak 106-107, Cedric Isom setti niður 2 víti þegar 0,2 sekúndur voru eftir, hann var einnig með 12 stoðsendingar. Samir Shaptahovic með 10 þriggja stiga og 8 stoðsendingar.
Stjarnan – Keflavík 80-101 og skoraði B.A. Walker 32 stig, þar af 20 í fyrsta leikhluta. Keflavík er því enn taplaust í deildinni.
Hamar – Njarðvík 68-75 lokatölur, George Byrd með 18 stig og Brenton Birmingham 19.
Einn leikur fer fram í Lýsingarbikarnum, Leiknir R tekur á móti Breiðablik b, úrslit hans koma vonandi um 10 leytið.
Mynd: www.skagafjordur.com



