spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: ÍR kom, sá og sigraði í Skagafirðinum

Úrslit kvöldsins: ÍR kom, sá og sigraði í Skagafirðinum

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð Dominos deildar karla í kvöld.

Í fyrsta leik tímabilsins lögðu Grindavík heimamenn í Hetti á Egilsstöðum í framlengdum leik, ÍR hafði betur gegn Tindastól í Síkinu, Þór vann Hauka heima í Þorlákshöfn og í Vesturbænum lágu heimamenn í KR fyrir Njarðvík.

Með réttu hefðu tveir leikir klárað umferðina á morgun, en öðrum þeirra, leik Þórs Akureyri og Keflavíkur var frestað. Leikur Vaals og Stjörnunnar er hinsvegar enn á dagskrá annað kvöld.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild karla:

Höttur 94 – 101 Grindavík

Tindastóll 83 – 87 ÍR

Þór 105 – 97 Haukar

KR 80 – 92 Njarðvík

Fréttir
- Auglýsing -