spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaÚrslit kvöldsins í Domino's deild karla: Þrír stórsigrar

Úrslit kvöldsins í Domino’s deild karla: Þrír stórsigrar

Fjórir leikir fóru fram í Domino’s deild karla í kvöld, en líkt og áður hefur komið fram unnu Þórsarar úr Þorlákshöfn sannkallaðan risasigur á ÍR-ingum fyrr í kvöld, en 47 stiga sigur Þórs er stærsti sigur þeirra í úrvalsdeild. Lokatölur 105-58.

Á Egilsstöðum tóku heimamenn í Hetti á móti Tindastóli, í leik sem lauk með sautján stiga sigri Stólanna, 86-103.

Þórsarar frá Akureyri tóku á móti KR í Höllinni á Akureyri, en eftir jafnan leik unnu KR-ingar fjögurra stiga útisigur, 88-92.

Loks tók topplið Keflavíkur á móti grönnum sínum í Grindavík. Þó að þessi félög hafi háð margar spennandi baráttur var leikur kvöldsins aldrei spennandi, og endaði með 27 stiga sigri Keflvíkinga, 94-67.

Eftir umferðina sitja Keflvíkingar einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en Akureyringar og Höttur verma botnsætin án sigurs.

Fréttir
- Auglýsing -