spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins í 1. deild: Blikasigur í framlengdum leik

Úrslit kvöldsins í 1. deild: Blikasigur í framlengdum leik

21:50
{mosimage}

Breiðablik landaði sínum ellefta deildarsigri í 1. deild karla í kvöld með 74-81 sigri á Haukum í framlengdum leik að Ásvöllum í kvöld.  

Marel Örn Guðlaugsson var stigahæstur í liði Hauka með 14 stig en Nemanja Sovic gerði 27 stig í liði Blika. 

Valsmenn gerðu góða ferð í Þorlákshöfn og stöðvuðu sigurgöngu Þórsara í deildinni með góðum 80-89 útisigri. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Þórsarar unnið sex deildarleiki í röð.

Þá mættust KFÍ og Þróttur Vogum á Ísafirði þar sem heimamenn höfðu góðan 117-97 sigur á botnliði Þróttar.

Staðan í deildinni

Nánar síðar…

Fréttir
- Auglýsing -