spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Horton snéri aftur í sigri KR

Úrslit kvöldsins: Horton snéri aftur í sigri KR

 
Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. KR gerði góða ferð í Borgarnes, Þór lagði ÍR í Þorlákshöfn, Njarðvík vann í Vodafonehöllinni og Haukar unnu með einu stigi gegn Fjölni í Grafarvogi.
Úrslit kvöldsins:
 
Skallagrímur 82-97 KR
Edward Horton snéri á nýjan leik inn á parketið með KR en hann meiddist á rifbeini í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar og hefur ekki sést síðan. Hann gerði 4 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar hjá KR í kvöld. Stigahæstur var Finnur Magnússon með 29 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Dominique Holmes með 24 stig og 6 fráköst.
 
Þór Þorlákshöfn 90-76 ÍR
Darrin Govens gerði 19 stig, tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Þórs og Darri Hilmarsson bætti við 17 stigum og 5 fráköstum. Hjá ÍR var Hjalti Friðriksson atkvæðamestur með 22 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar og Nemanja Sovic gerði 17 stig og tók 6 fráköst.
 
Valur 85-96 Njarðvík
Cameron Echols gerði 30 stig og tók 12 fráköst í Njarðvíkurliðinu og Travis Holmes bætti við 25 stigum og 5 fráköstum. Maciej Baginski gerði 10 stig og tók 2 fráköst. Hjá Val var Darnell Hugee með 15 stig og 3 fráköst.
 
Fjölnir 74-75 Haukar
Davíð Páll Hermannsson reyndist hetja Hauka þegar hann gerði sigurstig leiksins fyrir Hauka af vítalínunni þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka. Calvin O´Neal gerði 18 stig og tók 5 fráköst í liði Fjölnis en hjá Haukum var Jovanni Shuler með 20 stig og 8 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -