spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Hlynur með 17 fráköst

Úrslit kvöldsins: Hlynur með 17 fráköst

20:45

{mosimage}

Úr leik Breiðabliks og FSu fyrr í kvöld

Fyrsta leik kvöldsins er nú lokið, KR sigraði ÍR örugglega 92-60 þar sem ÍR sá aldrei til sólar. Í Kópavoginum hafa hlutirnir snúist við og Blikar komnir yfir eftir frábæra rispu Sævars Sævarssonar sem hefur raðað þriggja stiga körfunum. Staðan er 91-69 fyrir Blika þegar 5 mínútur eru eftir og leikar fóru svo að Blikar unnu 105-89 og eru því einir taplausir í 1. deildinni.

 

Avi Fogel og Joshua Helm voru stigahæstir KR inga með 18 stig hvor og skammt undan var Helgi Már Magnússon með 16 og Jovan Zdravevski með 15. Fyrir ÍR skoraði Ómar Sævarsson 14 og Sveinbjörn Claessen 13, aðrir voru undir 10 stigum. 

Nýjustu tölur úr Borgarnesi eru 81-80 fyrir heimamenn og það eru lokatölur, Skallagrímur vann slaginn um Vesturland. Milojica Zekovic með 21 stig fyrir Skallagrím, Allan Fall 19. Justin Shouse stigahæstur Snæfellinga með 31 stig og Hlynur Bæringsson tók 17 fráköst.

Þá vann Valur Þrótt úr Vogum 111-95 á útivelli.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -