spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Heimasigrar hjá Stjörnunni og Þór

Úrslit kvöldsins: Heimasigrar hjá Stjörnunni og Þór

Tvö einvígi rúlluðu af stað í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn fengu Snæfell í heimsókn og Stjarnan tók á móti Keflavík í Garðabæ. Um heimasigra var að ræða í báðum tilfellum eftir hörku leiki. Þór vann því sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni og varð aðeins annað félagið til þess að ná þeim árangri en það gerði Fjölnir árið 2005 og einmitt undir stjórn Benedikts Guðmundssonar.
Þór Þorlákshöfn 82-77 Snæfell
Þór Þorlákshöfn 1-0 Snæfell
Darrin Govens gerði 23 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Þórs. Matthew Hairston bætti við 19 stigum og 12 fráköstum. Hjá Snæfell var Jón Ólafur Jónsson með 22 stig og 7 fráköst og Pálmi Freyr Sigurgeirsson bætti við 17 stigum og 6 fráköstum.
 
Stjarnan 95-87 Keflavík
Stjarnan 1-0 Keflavík
Keith Cothran gerði 25 stig og tók 7 fráköst í liði Stjörnunnar og Marvin Valdimarsson bætti við 23 stigum. Hjá Keflavík var Jarryd Cole með 27 stig og 11 fráköst og Charles Parker bætti við 19 stigum og 6 fráköstum.
 
Nánar síðar…
  
Fréttir
- Auglýsing -