21:07
{mosimage}
Deildarmeistarar Hauka eru komnir í 2-1 gegn Subwaybikarmeisturum KR í úrslitum Iceland Express deildar kvenna eftir framlengdan spennusigur að Ásvöllum í kvöld. Haukar þurfa nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en KR þarf að vinna næstu tvo leiki til að verða meistarar.
Lokatölur leiksins voru 74-65 Haukum í vil og reyndust Hafnfirðingar sterkari í framlengingunni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 61-61 þar sem Hildur Sigurðardóttir tryggði KR framlengingu á vítalínunni. Hún var stigahæst gestanna í kvöld með 20 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar en í liði Hauka var Slavica Dimovska með 17 stig og 6 stoðsendingar og Ragna Margrét Brynjarsdóttir gerði 16 stig og tók 13 fráköst. Næsta viðureign liðanna fer fram í DHL-Höllinni sunnudaginn 29. mars kl. 19:15.
Nánar síðar…



