spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Haukar lögðu Keflavík í Schenker-höllinni

Úrslit kvöldsins: Haukar lögðu Keflavík í Schenker-höllinni

Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í kvöld og þrír leikir í 1. deild karla. Óvæntustu úrslitin voru án efa í Hafnarfirði og á Selfossi.
Haukar unnu Keflavík í framlengdum leik í Schenker-höllinni 73-71. Emil Barja var stigahæstur hjá Haukum með 23 stig og hjá Keflavík skoraði Jarryd Cole 22 stig.
 
KR vann Stjörnuna 89-87 í DHL-höllinni þar sem Joshua Brown setti 21 stig fyrir KR og hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 28 stig.
 
FSu lagði Breiðablik 82-78 á Selfossi. Sæmundur Valdimarsson skoraði 22 stig fyrir FSu og hjá Breiðablik skoraði Ágúst Orrason manna mest eða 21 stig.
 
Skallagrímur vann Ármann 94-85 í Borgarnesi. Davíð Guðmundsson var með 22 stig fyrir Skallagrím og Wesley Hsu skoraði 14 fyrir gestina.
 
Hamar hafði betur gegn ÍA 87-78 í Hveragerði. Louie Kirkman skoraði 24 stig fyrir Hamar og Terrence Watson var með 36 stig fyrir ÍA.
 
Meira seinna …

Mynd: Emil Barja leiddi Hauka til sigurs í kvöld í Schenker-höllinni
Fréttir
- Auglýsing -