spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Haukar fóru létt með Njarðvík

Úrslit kvöldsins: Haukar fóru létt með Njarðvík

 
Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar kvenna í kvöld. Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur fóru í Stykkishólm og unnu þar fjögurra stiga útisigur.
Úrslit kvöldsins:
 
Haukar 82-61 Njarðvík
Jence Rhoads gerði 27 stig og tók 10 fráköst í liði Hauka en hjá Njarðvík var Lele Hardy með 12 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.
 
Snæfell 71-75 Keflavík
Hildur Sigurðardóttir gerði 22 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Snæfells en hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir með 17 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Valur 73-62 Stjarnan
Kristrún Sigurjónsdóttir og María Ben Erlingsdóttir gerðu báðar 12 stig í liði Vals. Hjá Stjörnunni voru Heiðrún Ösp Hauksdóttir og Bára Hálfdánardóttir báðar með 12 stig.
 
Mynd/ María Ben Erlingsdóttir gerði 12 stig í sigri Valskvenna í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -