spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Hamar og Fjölnir fallin (Uppfært)

Úrslit kvöldsins: Hamar og Fjölnir fallin (Uppfært)

20:43

{mosimage}

Þá er fyrsta leik kvöldsins lokið en í DHL höllinni unnu KR ingar Hamar örugglega 95-66 og var Joshua Helm stigahæstur KR inga en Roman Moniak skoraði mest fyrir Hamar 27 stig.

Í Keflavík sigruðu heimamenn Tindastól örugglega 105-86 og halda því toppsætinu og mikil spenna framundan um toppsætið. 

Í Seljaskóla lagði Stjarnan ÍR 87-84 og þar með eru Hamar og Fjölnir fallin úr Iceland Express deildinni.

Í Njarðvík unnu heimamenn stórsigur á Skallagrím, 113-83 og þar með geta Skallagrímsmenn ekki náð 4. sæti deildarinnar.

 

Meira síðar.

Fréttir
- Auglýsing -