Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Fjölnir lagði FSu örugglega í Grafarvogi og Grindavík vann spennusigur á Stjörnunni í Ásgarði 76-81. Leik Snæfells og ÍR sem fara átti fram í Stykkishólmi var frestað vegna veðurs en hann mun fara fram næsta sunnudag.
Páll Axel Vilbergsson var með 24 stig í liði Grindavíkur en fimm leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevski atkvæðamestur með 22 stig.
Selfyssingar máttu játa sig sigraða í Grafarvogi gegn Fjölni 92-69. Tvennutröllið Christopher Smith skilaði sínu að vanda í liði Fjölnis og var með 27 stig og 13 fráköst. Atkvæðamestur í liði FSu var Christopher Caird með 19 stig.
Þá var einn leikur í 1. deild karla þar sem Haukar lögðu Ármann 99-80. Semaj Inge gerði 34 stig í liði Hauka en Halldór Kristmannsson 25 hjá Ármenningum.
Úrslit kvöldsins:
Stjarnan 76-81 Grindavík
Fjölnir 92-69 FSu
Haukar 99-80 Ármann
Nánar síðar…



