spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Fjótán í röð hjá KR

Úrslit kvöldsins: Fjótán í röð hjá KR

20:54
{mosimage}

(Fátt ef nokkuð virðist stöðva Benedikt og KR um þessar mundir)

Topplið KR landaði sínum fjórtánda deildarsigri í röð í kvöld þegar nýliðar Breiðabliks komu í heimsókn í Iceland Express deild karla. Þrír leikir fóru fram í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna í Ljónagryfjunni og Grindavík vann öruggan sigur í Síkinu á Sauðárkróki.

Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon voru ekki í KR liðinu í kvöld en það kom ekki að sök þar sem Vesturbæingar unnu sannfærandi 101-68 sigur á gestum sínum. Jason Dourisseau var stigahæstur í liði KR með 27 stig og 6 fráköst en atkvæðamestur í liði Blika var Nemanja Sovic með 21 stig og 12 fráköst.

Logi Gunnarsson gerði 23 stig og tók 3 fráköst þegar Njarðvíkingar unnu Stjörnuna í Ljónagryfjunni 90-76. Liðin mætast síðan í undanúrslitum Subwaybikarsins um næstu helgi og verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, nái að koma fram hefndum með lærisveinum sínum. Atkvæðamestur í liði Stjörnunnar var Jovan Zdravevski með 22 stig og 7 fráköst.

Grindavík gerði síðan góða ferð norður á Sauðárkrók og lagði Tindastól 68-94. Páll Axel Vilbergsson skoraði 19 stig og tók 6 fráköst fyrir Grindvíkinga en í liði Tindastóls var Darrell Flake með 17 stig og 8 fráköst.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -