spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Fjölnismenn eiga von

Úrslit kvöldsins: Fjölnismenn eiga von

21:41 

{mosimage}

(Hörður var hetja kvöldsins)

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Nýbakaðir bikarmeistarar ÍR urðu að sætta sig við ósigur í DHL-Höllinni gegn KR 89-81 og þá hafði Fjölnir betur gegn Þór Þorlákshöfn í botnslag deildarinnar. Hörður Axel Vilhjálmsson tryggði Fjölni í framlengingu er hann jafnaði í 83-83 með þriggja stiga skoti. Fjölnismenn rúlluðu svo yfir gesti sína í framlengingunni og urðu lokatölurnar 102-91 fyrir Fjölni. 

Hamar/Selfoss hefur greinilega ekki náð að jafna sig eftir bikarleikinn gegn ÍR því þeir steinlágu í Hólminum 83-60 gegn Snæfellingum og þá lögðu Grindvíkingar Tindastól 109-99 í Röstinni en sá leikur var hnífjafn en heimamenn sigu fram úr á síðustu tveimur mínútum leiksins.  Haukakonur styrktu svo stöðu sína á toppi Icleand Express deildar kvenna er þær lögðu Breiðablik 116-74 að Ásvöllum. Nánar síðar…

Fréttir
- Auglýsing -