spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Fjölnir eitt á toppnum

Úrslit kvöldsins: Fjölnir eitt á toppnum

Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í kvöld þar sem mikið jafnræði er á milli liða og spenna framundan.

Fjölnir er eina liðið á toppi deildarinnar eftir kvöldið en liðið hefur deilt því síðustu daga með nokkrum liðum. Fjölnir vann í kvöld sterkan útisigur á ÍR í Breiðholtinu. Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík sem situr sem fastast á botninum.

Óvænt úrslit urðu í Hveragerði þar sem heimakonur sem höfðu fyrir kvöldið einungis náð einum sigri mættu Keflavík b sem var á meðal efstu liða. Ótrúleg spenna var í Frystiklefanum en leikurinn var tvíframlengdur. Að lokum fór svo að Hamar náði í góðan sigur.

Staðan í deildinni.

Úrslit kvöldsins

Grindavík b 51-90 Njarðvík

Hamar 104-98 Keflavík b

ÍR 57-64 Fjölnir

Fréttir
- Auglýsing -