spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Bikarmeistarar Grindavíkur úr leik

Úrslit kvöldsins: Bikarmeistarar Grindavíkur úr leik

22:42
{mosimage}

(KR B tapaði naumlega gegn Haukum)

16 liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna hófust í kvöld og dró það helst til tíðinda að Bikarmeistarar Grindavíkurkvenna eru úr leik eftir 53-55 ósigur gegn Val. Valskonur settu niður tvö víti þegar fjórar sekúndur voru eftir og reyndust það sigurstig leiksins.

Í kvennaflokki vann Keflavík öruggan sigur í Stykkishólmi 74-93, KR lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni 89-46 og Skallagrímur vann Þór Akureyri 75-65. 16 liða úrslitum í kvennaflokki lýkur svo annað kvöld með þremur leikjum þegar Haukar fá KR B í heimsókn, Fjölnir tekur á móti Grindavík B og Hekla og Ármann mætast.

Í karlaflokki mættust Grindavík og Grindavík B þar sem þeir fyrrnefndu höfðu öruggan sigur 63-127. Bumbulið KR tapaði naumt gegn Haukum 74-80 í tvíhöfða í Vesturbæ en úrvalsdeildarlið KR afgreiddi 1. deildarlið Fjölnis 99-74. Á morgun eru svo fjórir leikir í karlaflokki en 16 liða úrslitunum lýkur á laugardag.

Mynd: Stefán Helgi Valsson
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -