spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit kvöldsins: Álftnesingar gerðu góða ferð austur

Úrslit kvöldsins: Álftnesingar gerðu góða ferð austur

Álftanes lagði Sindra á Höfn í Hornafirði fyrr í kvöld með 90 stigum gegn 82.

Álftanes leiddi mest megnis í leik kvöldsins, voru 12 stigum yfir í hálfleik 39-51. Sindri gerði þó vel með að hleypa þeim ekki of langt á undan sér í seinni hálfleiknum, staðan fyrir lokaleikhlutann 62-70. Í honum gerðu gestirnir svo nóg til þess að sigla 8 stiga sigur í höfn, 82-90.

Atkvæðamestur fyrir Álftanes í leiknum var Vilhjálmur Kári Jensson með 28 stig og 5 fráköst. Fyrir heimamenn var það Andrée Fares Michelsson sem dróg vagninn með 32 stigum og 3 fráköstum.

Tölfræði leiks

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla:

Sindri 82 – 90 Álftanes

Fréttir
- Auglýsing -