spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: 16 deildarsigrar í röð hjá KR!

Úrslit kvöldsins: 16 deildarsigrar í röð hjá KR!

21:18
{mosimage}

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar sextánda umferð deildarinnar hóf göngu sína. Topplið KR hélt áfram á glæstri sigurbraut þegar nýliðar FSu fengu skell í DHL-Höllinni 77-55 þar sem þeir Jason Dourisseau og Jakob Örn Sigurðarson gerðu báðir 13 stig hjá KR. Sævar Sigurmundsson var stigahæstur gestanna frá Selfossi með 15 stig.

Þá mættust Þór Akureyri og Grindavík kl. 17:30 á Akureyri í dag þar sem gestirnir úr Grindavík höfðu öruggan 79-97 sigur. Daniel Bandy gerði 25 stig fyrir Þór en hjá gestunum var Páll Axel Vilbergsson með 33 stig.

Blikar höfðu svo sinn annan sigur á tímabilinu gegn ÍR þegar þeir lögðu gestgjafa sína í Seljaskóla 88-93.

Einn leikur fór fram í 1. deild karla og höfðu Fjölnismenn þar sannkallaðan stórsigur á nýliðum UMFH 134-49. Arnþór Freyr Guðmundsson fór mikinn í liði Fjölnis með 32 stig en hjá gestunum var Caleb Holmes með 10 stig.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -