22:01
{mosimage}
(Keflavíkurkonur höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í kvöld)
Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Keflavík stöðvaði átta leikja sigurgöngu Grindavíkur og KR hafði betur í nýliðaslagnum er þær lögðu Fjölni í Grafarvogi.
Lokatölur í leik Keflavíkur og Grindavíkur voru 95-72 þar sem Keflvíkingar voru mun betra liðið í síðari hálfleik eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik.
Í Grafarvogi voru lokatölurnar 58-68 KR í vil og þar með eru KR, Grindavík og Keflavík öll jöfn með 24 stig á toppi deildarinnar en Haukar hafa 20 stig.
Nánar síðar…



