21:00
{mosimage}
Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla er nú að ljúka og eru Keflvíkingar enn taplausir eftir sigur á ÍR 110-79.
Á Sauðárkróki vann Grindavík Tindastól 90-78 og Skallagrímur vann Fjölni 88-65.
Í DHL höllinni var æsispennandi leikur í beinni útsendingu á Sýn og KRTV og þar skoraði Helgi Már Magnússon svakalega þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og KR sigraði 82-81.
Í Garðabænum var annar spennuleikur þar sem nýliðarnir í deildinni áttust við og sigruðu heimamenn 85-78.
Í Meistaradeildinni tapaði Roma fyrir Real Madrid 83-89 og skoraði Jón Arnór Stefánsson 14 stig.
Þá sigraði Randers lið Amager í dönsku úrvalsdeildinni 77-65.
Meira um leikina á eftir



