spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldins: KR og Skallagrímur áfram í toppbaráttunni

Úrslit kvöldins: KR og Skallagrímur áfram í toppbaráttunni

21:10

Nokkrir leikir fóru fram í körfuboltanum í kvöld. Í Iceland Express deild karla voru tveir leikir. Í DHL höllinni gjörsigruðu KR ingar Hauka 105-67 og í Borgarnesi unnu heimamenn Fjölnismenn 100-89.

 

Í Iceland Express deild kvenna tóku Blikastúlkur á móti Keflavík og lutu í iðjagrænt gólfið 73-92. KFÍ vann góðan sigur á FSu í 1. deild karla 91-87 og er þar með alvarlega farið að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.

Að lokum taka Stjörnumenn á móti Val og er þeim leik ekki lokið þegar þetta er skrifað en Valsmenn leiddu með 16 stigum 50-34 um miðjan leikinn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -