spot_img
HomeFréttirÚrslit kvenna hefjast í Hólminum í kvöld

Úrslit kvenna hefjast í Hólminum í kvöld

Úrslit Domino´s-deildar kvenna hefjast í kvöld en þar eigast við deildarmeistarar Snæfells og Keflavík. Snæfell sem deildarmeistari hefur heimaleikjaréttinn í seríunni en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari. Fyrsta viðureign liðanna fer því fram í Stykkishólmi í kvöld og hefst hún kl. 19:15.

 

Liðin skiptu deildarviðureignum tímabilsins bróðurlega á milli sín, 2-2. 

Deildarviðureignir liðanna á tímabilinu:

Snæfell 68-83 Keflavík
Keflavík 71-76 Snæfell
Keflavík 85-72 Snæfell
Snæfell 86-66 Keflavík

Við eigum ekki von á neinum drastískum breytingum á t.d. byrjunarliðunum fyrir kvöldið. Hólmarar eru með afgerandi byrjunarlið í sínum ranni sem hefur á að skipa McCarthy, Gunnhildi, Hildi, Helgu og Berglindi en Keflavíkurmegin er minni munur á milli strekasta +/- mínus liðsins en það lið sem kemur best út er Carmen, Ingunn, Sandra, Marín og Sara. 

Snæfell – besta liðsskipan eftir +/- tölfræði

Besta liðsskipan eftir +/- tölfræði
 

 

Fréttir
- Auglýsing -