Fyrsta leik úrslitanna í Domino´s deild karla er lokið. KR tók 1-0 forystu gegn Grindavík með 93-84 sigri. KR-ingar voru við stýrið í kvöld en Grindvíkingar gerðu nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að taka stjórnina en KR hélt velli. Fimm liðsmenn KR-inga gerðu 13 stig eða meira í kvöld og var Demond Watt þeirra atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Hjá Grindavík var Lewis Clinch Jr. með 22 stig og 6 stoðsendingar.
KR-Grindavík 93-84 (22-18, 24-26, 28-20, 19-20)
KR: Demond Watt Jr. 22/18 fráköst, Darri Hilmarsson 18/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/9 fráköst, Martin Hermannsson 16, Pavel Ermolinskij 13/8 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 6, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ólafur Már Ægisson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst/4 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Hilmir Kristjánsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.
Viðureign: KR 1-0 Grindavík
Mynd/ [email protected] – KR-ingar hafa tekið 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Grindavík.