spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR tekur 1-0 forystu gegn Keflavík

Úrslit: KR tekur 1-0 forystu gegn Keflavík

 
KR hefur tekið 1-0 forystu gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla en liðin mættust í DHL-Höllinni í kvöld í sinni fyrstu viðureign. Lokatölur í DHL-höllinni voru 87-79 KR í vil þar sem Marcus Walker gerði 33 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði KR.
Pavel Ermolinskij lét heldur ekki sitt eftir liggja í KR liðinu í kvöld með 24 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Thomas Sanders fremstur á meðal jafningja en hann gerði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Andrija Ciric bætti við 16 stigum og tók 5 fráköst.
 
Nánar um leikinn síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -