spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR og Stjarnan munu leika um Íslandsmeistaratitilinn

Úrslit: KR og Stjarnan munu leika um Íslandsmeistaratitilinn

 
KR var rétt í þessu að leggja Keflavík í oddaviðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR lagði grunninn að góðum sigri strax í öðrum leikhluta, höfðu stjórnina langstærstan hluta leiksins og uppskáru verðskuldaðan sigur. Það verða því Stjarnan og KR sem munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2011. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppninnar sem Suðurnesjalið mun ekki taka þátt í úrslitakeppninni!
Lokatölur í vesturbænum í kvöld voru 105-89 KR í vil þar sem Brynjar Þór Björnsson gerði 34 stig og Marcus Walker bætti við 27. Hjá Keflavík var Thomas Sanders með 26 stig en hann fékk að fjúka út úr húsi þegar rúm mínúta var til leiksloka. Næstur í röðinni var Andrija Ciric með 20 stig.
 
Mynd/ KR-ingar fögnuðu vel og innilega í DHL-Höllinni í kvöld.
 
Nánar síðar…
 
 
Fréttir
- Auglýsing -