Fyrstu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum.
Liðunum tveim sem spáð var efstu tveimur sætunum í deildinni unnu ansi sannfærandi sigra. KR vann heimasigur á Grindavík þar sem liðið náði snemma forystu.
Stjarnan sótti sigur í Þorákshöfn en Stjarnan leiddi allan tímann og unnu ansi öruggan sigur að lokum. Einnig fóru þrír leikir fram í 1. deild karla.
Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni:
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla
KR 89-77 Grindavík
Þór Þorlákshöfn 80-92 Stjarnan
Fyrsta deild karla:
Álftanes 90-65 Skallagrímur
Snæfell 64-114 Vestri
Sindri 88-102 Hamar



