spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR og Keflavík taka forystuna

Úrslit: KR og Keflavík taka forystuna

 
Þá er tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppninni 2010 lokið og það með sigrum KR og Keflavíkur. Deildarmeistarar KR lögðu ÍR í Reykjavíkurrimmunni og Keflavík hafði betur gegn Tindastól í Toyota-höllinni.
Úrslit:
KR 98-81 ÍR
Keflavík 94-75 Tindastóll
 
Morgan Lewis var stigahæstur hjá KR í kvöld með 30 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Pavel Ermolinskij var með myndarlega þrennu, 10 stig, 15 fráköst og 16 stoðsendingar. Hjá ÍR var Robert Jarvis með 29 stig en hann baunaði niður þristum í síðari hálfleik í von um að narta í hælana á KR en heimamenn héldu gestunum fjarri.
 
Hjá Keflavík var Draelon Burns með 21 stig og Þröstur Leó Jóhannsson bætti við 19 stigum en hjá Stólunum var Cedric Isom með 27 stig og 7 fráköst. Dontas Visockis kom þar næstur með 14 stig og 14 fráköst.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -