spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR og Hamar berjast um þann stóra!

Úrslit: KR og Hamar berjast um þann stóra!

 
Hamar tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna með sigri á Keflavík í oddaleik liðanna í Hveragerði. Lokatölur í Blómabænum voru 93-81 Hamri í vil. Þá tryggðu Borgnesingar sér oddaleik í 1. deild karla með heimasigri á Valsmönnum í undanúrslitum 1. deildar karla.
Julia Demirer fór hamförum í liði Hamars í kvöld með 39 stig og 18 fráköst og fékk hún fyrir vikið 50 framlagsstig! Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir með 28 stig og 9 fráköst.
 
Skallagrímur skellti Valsmönnum 98-75 í öðrum leik liðanna sem fram fór í Borgarnesi. Konrad Tota átti góðan dag í liði Skallagríms með 32 stig og 12 fráköst en hjá Val var Byron Davis með 20 stig og 7 fráköst.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -