spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR með annan stórsigur á heimavelli

Úrslit: KR með annan stórsigur á heimavelli

 
KR hefur tekið 2-1 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik rétt eins og í fyrsta leik seríunnar, líkt og þá stungu KR-ingar af í síðari hálfleik í kvöld og uppskáru nú 101-81 sigur.
Marcus Walker fór mikinn í kvöld með 33 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta og Brynjar Þór Björnsson bætti við 18 stigum og 3 stoðsendingum í liði KR. Hjá Stjörnunni var Marvin Valdimarsson stigahæstur með 15 stig og Renato Lindmets gerði 14.
 
Mynd/ KR-ingar höfðu ríka ástæðu til að fagna í leikslok enda leiða þeir 2-1 og eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.
 
Fréttir
- Auglýsing -