spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR kjöldró ÍR

Úrslit: KR kjöldró ÍR

Elleftu umferð í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem tveir stórsigrar litu dagsins ljós. KR rassskellti ÍR 112-71 og Snæfell burstaði Val 108-70.
KR 112-71 ÍR
Joshua Brown gerði 21 stig í liði KR og Dejan Sencanski bætti við 15 stigum. Hjá ÍR var Kristinn Jónasson einn með lífsmarki og gerði 19 stig.
 
Snæfell 108-70 Valur
Quincy Hankins-Cole gerði 24 stig og tók 9 fráköst í liði Snæfell en hjá Valsmönnum var Igor Tratnik með 19 stig og 6 fráköst.
 
Úrslit í 1. deild karla:
 
Skallagrímur 86-77 Breiðablik
Þór Akureyri 95-84 Ármann
ÍG 72-84 ÍA
 
Nánar síðar…
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -