Deildarmeistarar KR eru komnir í kjörstöðu, 2-1, gegn Grindavík í úrslitum Domino´s deildar karla. KR kjöldró Grindavík í DHL-Höllinni í kvöld, lokatölur 87-58. Fyrsti leikhluti var jafn en að honum loknum tóku KR-ingar öll völd á vellinum og stungu af. Liðin mætast aftur á fimmtudag og þá í Röstinni í Grindavík. KR-ingar geta þar tryggt sér titilinn eða Grindavík nælt sér í oddaleik sem þá fer fram í DHL-Höllinni.
Demond Watt splæsti í 16 stig og 17 fráköst hjá KR, Darri Hilmarsson bætti við 17 stigum og 9 fráköstum og þá var Martin Hermannsson með 14 stig. KR bar af í öllum þáttum leiksins í kvöld, unnu t.d. frákastabaráttuna 64-42! Lewis Clinch og Sigurður Gunnar voru með 13 stig í liði Grindavíkur.
KR-Grindavík 87-58 (19-17, 30-16, 16-9, 22-16)
KR: Darri Hilmarsson 17/9 fráköst, Demond Watt Jr. 16/17 fráköst/4 varin skot, Martin Hermannsson 14, Brynjar Þór Björnsson 9, Helgi Már Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7, Pavel Ermolinskij 5/11 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5/11 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Högni Fjalarsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Illugi Steingrímsson 0.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 13/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/7 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/11 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Jóhann Árni Ólafsson 4/6 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 1, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Jón Bender
Viðureign: 2-1 fyrir KR
Mynd/ [email protected] – Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-inga sáttur við sína menn!