spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR jafnaði (uppfært)

Úrslit: KR jafnaði (uppfært)

Tveimur af þremur leikjum kvöldsins er lokið í úrslitakeppnunum. KR skellti Grindavík 90-72 og jafnaði 1-1 í einvígið í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Þá lagði Hamar Stjörnuna 75-60 og hafa Hvergerðingar því tekið 1-0 forystu í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna.
 
Þá jöfnuðu Þórsarar einvígið gegn Valsmönnum með 81-72 sigri á Akureyri í kvöld sem þýðir að oddaleikur fer fram í Vodafonehöllinni á sunnudag, 7. apríl. 
 
 
KR-Grindavík 90-72 (22-11, 16-15, 24-15, 28-31) (Staða í einvígi: 1-1)
 
KR: Martin Hermannsson 23/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/10 fráköst, Brandon Richardson 11/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Darshawn McClellan 10/8 fráköst, Kristófer Acox 8, Högni Fjalarsson 2, Brynjar Þór Björnsson 2, Emil Þór Jóhannsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.
Grindavík: Aaron Broussard 20/8 fráköst, Samuel Zeglinski 19/7 stoðsendingar, Ryan Pettinella 10/5 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Davíð Ingi Bustion 4/6 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/5 fráköst/4 varin skot, Daníel G. Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
 
Þór Ak.-Valur 81-72 (21-16, 27-18, 17-20, 16-18)
 
Þór Ak.: Óðinn Ásgeirsson 17/12 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 17/10 stoðsendingar, Elías Kristjánsson 13, Darco Milosevic 12/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 11/5 fráköst, Vic Ian Damasin 6, Sindri Davíðsson 4, Sigmundur Óli Eiríksson 1, Páll Hólm Sigurðsson 0, Bjarni Konráð Árnason 0, Nökkvi Jarl Óskarsson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0.
Valur: Birgir Björn Pétursson 22/8 fráköst, Kristinn Ólafsson 12, Rúnar Ingi Erlingsson 11/7 fráköst/6 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 10, Atli Rafn Hreinsson 8, Ragnar Gylfason 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Benedikt Skúlason 2/4 fráköst, Jens Guðmundsson 0, Þorgrímur Guðni Björnsson 0, Hlynur Logi Víkingsson 0, Bergur Ástráðsson 0.
 
 
 
Mynd/ [email protected] – KR-ingar fögnuðu sterkum sigri sínum í DHL Höllinni í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -