spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR jafnaði metin

Úrslit: KR jafnaði metin

 
Íslandsmeistarar KR hafa jafnað einvígið gegn Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildar karla eftir öruggan sigur í Stykkishólmi í kvöld. Lokatölur í Hólminum voru 88-107 KR í vil og staðan því 1-1 í einvíginu. Með 107 stigum setti KR stigamet í Hólminum en ekkert lið hefur gert fleiri stig í Fjárhúsinu þessa leiktíðina.
Pavel Ermolinskij átti magnaðan dag í liði KR með glæsta þrennu, 18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Stigahæstur í liði KR í kvöld var samt Morgan Lewis með 24 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Hjá Snæfell var Hlynur Bæringsson atkvæðamestur með 22 stig og 13 fráköst.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -