spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR í úrslit eftir epískan oddaleik

Úrslit: KR í úrslit eftir epískan oddaleik

Íslandsmeistarar KR og nýliðar Tindastóls munu leika til úrslita í Domino´s-deild karla þetta tímabilið. Þetta fékk staðfest áðan eftir ævintýralegan oddaleik hjá KR og Njarðvík. Þvílík sería að baki, sveiflur, risavaxnar körfur og öll veislan gerð upp í tvíframlengdum leik sem lauk með 102-94 sigri KR. Fyrir alla þá sem misstu af þessum kyngimagnaða leik…við samhryggjumst ykkur!

KR-Njarðvík 102-94 (24-5, 17-24, 20-29, 22-25, 4-4, 15-7)

KR: Michael Craion 36/23 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 16/16 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 10/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Darri Freyr Atlason 0. 

Njarðvík: Stefan Bonneau 52/12 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 5/5 fráköst/5 varin skot, Mirko Stefán Virijevic 4/11 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/6 fráköst, Ágúst Orrason 3, Snorri Hrafnkelsson 1, Jón Arnór Sverrisson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Magnús Már Traustason 0. 

Mynd/ Jón Björn – fögnuður KR-inga lét ekki á sér standa í DHL-Höllinni í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -