spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR í 8-liða pottinn

Úrslit: KR í 8-liða pottinn

Bikarmeistarar KR eru síðasta liðið til að tryggja sig í 8-liða pottinn í Poweradebikarnum með 81-76 sigri á Grindavík í lokaleik 16-liða úrslitanna í kvöld.
Leikurinn var æsispennandi en KR kvittaði fyrir tapið gegn Grindavík í deildinni með því að slá þá út úr bikarnum í kvöld. Joshua Brown fór fremstur í flokki KR með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Grindvíkingum var J´Nathan Bullock með 18 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Liðin í 8-liða úrslitum sem verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í næstu umferð:
 
KR
Keflavík
Njarðvík
Tindastóll
Snæfell
Hamar
KFÍ
Fjölnir
 
Nánar síðar…
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -