Fimm leikir fóru fram í 32 liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla í dag. Blásið var til veislu að Flúðum þar sem Hrunamenn tóku á móti Íslandsmeisturum KR, flatbökur og fjör en þeir röndóttu gáfu engin grið og kláruðu leikinn 46-108.
Úrslit dagsins í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins:
Hrunamenn 46-108 KR
Höttur 80-101 Snæfell
ÍG 72-99 Tindastóll
Álftanes 64-99 Hamar
KV 43-99 Grindavík
Liðin sem komin eru í 16-liða úrslit
Haukar b
Valur
Snæfell
Tindastóll
KR
Hamar
Grindavík
Mynd af Facebook-síðu KR/ Kátur hópur að Flúðum í dag en þar kenndi ýmissa grasa fyrir leik og gátu heimamenn komist í návígi við meistarana.



