spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR í 1-0 eftir framlengingu

Úrslit: KR í 1-0 eftir framlengingu

KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Stjörnunni í Domino´s deild karla. Deildarmeistararnir máttu heldur betur hafa fyrir hlutunum á sínum heimavelli í kvöld en lokatölur voru 94-91 KR í vil. Hetja KR í kvöld og sá er tryggði þeim framlengingu var Helgi Magnússon sem jafnaði metin 79-79 með þriggja stiga skoti í blálok venjulegs leiktíma.
 
 
Annar leikur liðanna fer fram í Ásgarði í Garðabæ þann 6. apríl næstkomandi kl. 19:15.
 
KR-Stjarnan 94-91 (24-23, 14-14, 13-23, 28-19, 15-12)
 
KR: Helgi Már Magnússon 27/7 fráköst, Demond Watt Jr. 19/18 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 16/11 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 15, Martin Hermannsson 11, Darri Hilmarsson 6, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ólafur Már Ægisson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.
Stjarnan: Matthew James Hairston 24/14 fráköst/6 varin skot, Justin Shouse 18/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 11/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Björn Steinar Brynjólfsson 3/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Daði Lár Jónsson 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson
 
Viðureign: 1-0 fyrir KR
  
Fréttir
- Auglýsing -