spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR 4-0 aðrir

Úrslit: KR 4-0 aðrir

Íslandsmeistarar KR voru rétt í þessu að kjöldraga Njarðvíkinga í fyrstu undanúrslitaviðureign liðanna í Domino´s-deild karla. Töframaðurinn Stefan Bonneau var kyrrsettur og varnarleikur KR var Njarðvíkingum ofviða, svo ekki sé nú minnst á þriggjastiga veisluna sem röndóttir buðu til. KR hefur því unnið fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni til þessa, sópuðu Grindavík 3-0 og sendu frá sér háværa yfirlýsingu í kvöld! 

Þeir Michael Craion, Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson voru bætiefnin sem gerðu herslumuninn í kvöld en heilt yfir var varnarleikur heimamanna afbragðsgóður. Craion var með 20 stig og 15 fráköst, Helgi Magnússon gerði 17 stig og tók 5 fráköst og þá var Darri Hilmarsson með 15 stig og 3 stoðsendingar. Logi Gunnarsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 17 stig og 5 fráköst og Stefan Bonneau var í gjörgæslu með 11 stig. 

KR-Njarðvík 79-62 (22-28, 28-8, 16-8, 13-18)

KR: Michael Craion 20/15 fráköst/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 17/5 fráköst, Darri Hilmarsson 15, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 7/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6/6 fráköst, Björn Kristjánsson 5/5 fráköst/3 varin skot, Darri Freyr Atlason 0, Illugi Steingrímsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.
Njarðvík: Logi Gunnarsson 17/5 fráköst, Stefan Bonneau 11, Mirko Stefán Virijevic 8/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Magnús Már Traustason 4, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 2, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson

Mynd/ Axel – Brynjar Þór gerði 9 stig í liði KR í kvöld.
 

Fréttir
- Auglýsing -