Deildarmeistarar KR eru komnir með annan fótinn í úrslitarimmu Iceland Express deildar kvenna eftir sigur á Haukum í kvöld. Liðin mættust í sínum öðrum leik í undanúrslitum deildarinnar þar sem KR fór með 75-79 útisigur af hólmi.
Staðan í einvíginu er því 2-0 KR í vil og geta Vesturbæingar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á föstudag þegar liðin mætast í DHL-Höllinni.
Signý Hermannsdóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig, 10 varin skot, 9 fráköst og 3 stoðsendingar en hjá Haukum var Heather Ezell með 31 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar.
Nánar síðar…



