spot_img
HomeFréttirÚrslit: KFÍ tók tvö rándýr stig í spennuslag

Úrslit: KFÍ tók tvö rándýr stig í spennuslag

KFÍ vann í kvöld spennandi slag gegn Skallagrím í botnbaráttu Domino´s deildar karla. Lokatölur voru 83-82 KFÍ í vil og hafa bæði lið nú 8 stig í 10. og 11. sæti deildarinnar en þar sem Skallagrímur vann fyrri leikinn með þriggja stiga mun hafa þeir betur í innbyrðisviðureignum liðanna.
 
 
Páll Axel Vilbergsson gerði 36 stig í liði Skallagríms og var 9-14 í þristum en það dugði ekki til að sinni. Joshua Brown fór mikinn í liði KFÍ með 49 stig!
 
KFÍ-Skallagrímur 83-82 (16-20, 27-26, 26-13, 14-23)
 
KFÍ: Joshua Brown 49/8 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 26/15 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 6/4 fráköst, Valur Sigurðsson 2, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 0, Ingvar Bjarni Viktorsson 0, Hákon Ari Halldórsson 0, Óskar Kristjánsson 0, Leó Sigurðsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Jóhann Jakob Friðriksson 0, Björgvin Snævar Sigurðsson 0.
Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 36/7 fráköst, Benjamin Curtis Smith 14/12 fráköst/10 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 9, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 2, Trausti Eiríksson 2, Sigursteinn Orri Hálfdánarson 1, Ármann Örn Vilbergsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Atli Aðalsteinsson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson, Georg Andersen
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 15 14 1 28 1423/1185 94.9/79.0 6/1 8/0 97.7/83.3 92.4/75.3 4/1 9/1 +3 +1 +8 3/0
2. Keflavík 15 14 1 28 1378/1163 91.9/77.5 7/1 7/0 93.6/80.6 89.9/74.0 5/0 9/1 +8 +5 +7 3/0
3. Grindavík 15 10 5 20 1338/1246 89.2/83.1 5/2 5/3 83.6/75.3 94.1/89.9 4/1 7/3 -1 +1 -1 2/1
4. Njarðvík 15 10 5 20 1444/1252 96.3/83.5 7/1 3/4 102.3/75.4 89.4/92.7 4/1 6/4 +1 +7 -4 1/2
5. Þór Þ. 15 8 7 16 1367/1394 91.1/92.9 5/2 3/5 94.7/90.7 88.0/94.9 3/2 5/5 -2 +3 -2 3/2
6. Stjarnan 15 7 8 14 1291/1272 86.1/84.8 6/2 1/6 85.4/78.3 86.9/92.3
Fréttir
- Auglýsing -