Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í Domino´s deild kvenna eftir sigur á KR í DHL Höllinni. Keflvíkingar fögnuðu þar með sínum fimmtánda Íslandsmeistaratitli í sögu félagsins. Um hörkuleik var að ræða þar sem Keflvíkingar reyndust sterkari á lokasprettinum, lokatölur 70-82.
Pálína María Gunnlaugsdóttir fór mikinn í liði Keflvíkinga með 30 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar en Shannon McCallum gerði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði KR.
Nánar síðar…
Mynd/ [email protected] – Keflvíkingar fögnuðu vel og innilega Íslandsmeistaratitli sínum en hann var sá fimmtándi í sögu félagsins.