spot_img
HomeFréttirÚrslit: Keflavík enn ósigrað eftir sigur á Njarðvík

Úrslit: Keflavík enn ósigrað eftir sigur á Njarðvík

Þriðju umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld þegar tveir leikir fóru fram.

Í Breiðholtinu sóttu heimamenn sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið mætti öðru Reykjavíkurliði, Val. ÍR voru sterkari í seinni hálfleik og unnu góðan sigur.

El clasico stóð heldur betur undir væntingum en Keflavík var mun sterkara allan leikinn og alltaf skrefi á undan. Njarðvík kom með nokkur góð áhlaup til að koma sér inní leikinn en það dugði ekki til.

Nánar er fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni í kvöld.

Dominos deild karla:

ÍR 99-90 Valur

Keflavík 88-84 Njarðvík

Fréttir
- Auglýsing -