spot_img
HomeFréttirÚrslit: Keflavík deildarmeistari, Hamar féll og Haukar fara í úrslitakeppnina

Úrslit: Keflavík deildarmeistari, Hamar féll og Haukar fara í úrslitakeppnina

Í kvöld lauk næstsíðustu umferðinni í Iceland Express deild kvenna og er óhætt að segja að mikið hafi verið í húfi. Lokaumferðin skiptir ekki máli ef svo má að orði komast, hlutirnir skýrðust endanlega í kvöld. Njarðvík tapaði í Grafarvogi og gerði Keflavík að deildarmeisturum, Haukar lögðu KR og komust fyrir vikið í úrslitakeppnina og Hamar tapaði gegn Val og því munu Hvergerðingar leika í 1. deild á næsta tímabili.
Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Haukar skipa því úrslitakeppnina þetta árið. KR, Valur og Fjölnir sitja eftir og Hamar eins og fyrr segir leikur í 1. deild næsta tímabil. Lokaumferðin fer svo fram á laugardag og munu úrslit þeirra leikja ekki hafa nein áhrif á það sem hér að ofan hefur verið ritað nema að Haukar geta náð 3. sæti með sigri ef Snæfell tapar sínum leik.
 
Úrslit kvöldsins:
 
Valur 95-67 Hamar
Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 24 stig í liði Vals og Unnur Lára Ásgeirsdóttir bætti við 19 og 8 fráköstum. Hjá Hamri var Samantha Murphy með 24 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Fjölnir 87-76 Njarðvík
 
Haukar 78-56 KR
Tierny Jenkins gerði 20 stig og tók 19 fráköst í liði Hauka. Hjá KR var Erica Prosser með 22 stig og 8 fráköst.
 
Mynd/ Haukar fögnuðu vel í leikslok í Schenkerhöllinni í kvöld eftir sigur á KR í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið í úrslitakeppninni.
 
Nánar síðar…
 
  
Fréttir
- Auglýsing -