spot_img
HomeFréttirÚrslit: Keflavík annað liðið inn í 8-liða úrslit

Úrslit: Keflavík annað liðið inn í 8-liða úrslit

Keflavík og Þór Þorlákshöfn mættust í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í karlaflokki þar sem Keflvíkingar fóru með 89-78 sigur af hólmi. Keflvíkingar eru því annað liðið inn í 8-liða úrslit en þegar hafa Fjölnismenn tryggt sér farseðilinn þangað.
 
 
William Thomas Graves VI var stigahæstur hjá Keflavík í kvöld með 34 stig og 6 fráköst en Vincent Sanford gerði 20 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Þórsara.
 
Tölfræði leiksins
 
Leikirnir sem eftir eru í 16-liða úrslitum:
 
7. desember kl. 16.00 KR-Haukar-b
7. desember kl. 19.15 ÍA-Hamar
7. desember kl. 19.15 Skallagrímur-Njarðvík
7. desember kl. 19.15 Tindastóll-Grindavík
8. desember kl. 19.15 Stjarnan-ÍR
8. desember kl. 19.30 Valur-Snæfell
 
Liðin sem komin eru áfram í 8-liða úrslit
Fjölnir
Keflavík
  
Mynd úr safni/ Bára Dröfn – William Thomas leiddi Keflvíkinga í kvöld með 34 stig.
Fréttir
- Auglýsing -