Keflvíkingar komust í kvöld á topp Domino´s deildarinnar með Haukum, Tindastól og KR eftir sterkan sigur á Stjörnunni í lokaleik annarar umferðar. Jafnt var á flestum tölum í leiknum en Keflvíkingar slitu sig endanlega frá um miðbik fjórða leikhluta, lokatölur 83-74.
Eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar þá eru aðeins fjögur lið sem ekki hafa tapað leik en á því verður strax breyting í næstu umferð þegar KR og Tindastóll eigast við í DHL-Höllinni á fimmtudagskvöld.
Tölfræði leiksins/ Keflavík 83-74 Stjarnan
Mynd/ SBS



